A A+ A++ A Leita
Flýtileiðir : Forsíða << >> Efnisyfirlit
Vefslóð : Aðgengi fyrir alla > Almenningsbyggingar > Almenningsbyggingar > Skólar og dagvistunarstofnanir

SKÓLAR OG DAGVISTARSTOFNANIR

Skólar og dagvistarstofnanir eru byggingar þar sem fram fer uppeldisstarf, kennsla og fræðsla frá leikskólastigi til háskólastigs og fullorðinsfræðsla.

Við hönnun skóla og dagvistarstofnana þarf að huga sérstaklega að rýmisþörf og að auðvelt sé að rata um þær fyrir þá sem þangað þurfa að leita.
Huga þarf að aðstöðu starfsfólks jafnt sem nemenda.

Skólar og dagvistarstofnanir verða að uppfylla almenn tilmæli sem sett
eru fram fremst í þessum kafla.

Mötuneyti, leikfimisalir og búningsklefar eiga að vera aðgengilegir hjólastólanotendum.

Sjá ennfremur kafla um veitingasali og kafla um íþróttabyggingar.

Salerni

Salerni á leikskólum eiga að vera nægilega rúmgóð fyrir barn ásamt aðstoðarmanni.

Hæð salernisskálar á að vera 35 cm frá gólfi, eða miðuð við stærð barna á forskólaaldri.

Gangabreidd

Aðalgangar verða að vera a.m.k. 180 cm breiðir svo fólk í stórum rafmagnshjólastól geti snúið stólnum auðveldlega við eða mætt öðrum hjólastól.

Dyrabreidd

Lágmarksumferðarmál dyra á að vera 90 cm.


Flýtileiðir : Forsíða << >> Efnisyfirlit Byrjun síðu
Vefslóð : Aðgengi fyrir alla > Almenningsbyggingar > Almenningsbyggingar > Skólar og dagvistunarstofnanir