A A+ A++ A Leita
Flýtileiðir : Forsíða << Efnisyfirlit
Vefslóð : Aðgengi fyrir alla > Handbókin > Lög og reglugerðir > Byggingarreglugerð

BYGGINGARREGLUGERÐ

Þann 9. júlí 1998 öðlaðist gildi byggingarreglugerð nr. 441/1998 Reglugerðin er sett samkvæmt 37. gr. skipulags og byggingarlaga nr. 73 frá 28. maí 1997 og 30 gr. laga um brunavarnir og brunamál nr. 41 frá 27. maí 1992.

Í henni er að finna eftirfarandi ákvæði sem varða aðgengi eða eru forsendur þess að geta metið uppdrætti m.t.t. aðgengis.

1. kafli. Stjórnsýsla og almenn ákvæði

1. gr. Markmið

1.1 Markmið þessarar reglugerðar eru:
 1. að tryggja réttaröryggi í meðferð byggingarmála þannig að réttur einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borinn þótt hagur heildarinnar sé hafður að leiðarljósi,
 2. að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með því að kröfum um öryggi, endingu, útlit og hagkvæmni bygginga og annarra mannvirkja sé fullnægt,
 3. að tryggja að byggingarframkvæmdir í landinu séu í samræmi við skipulagsáætlanir,
 4. að gætt verði heilbrigðis-, umhverfis- og öryggissjónarmiða við byggingu og rekstur mannvirkja,
 5. að tryggja tæknilegar framfarir og nýjungar í íslenskum byggingariðnaði.

2. gr. Gildissvið

2.1 Reglugerð þessi nær til alls landsins.
2.2 Reglugerðin gildir um hvers konar byggingar og mannvirki, ofan jarðar og neðan, sem sótt er um leyfi fyrir hjá byggingarnefnd eftir gildistöku reglugerðarinnar, svo og um breytingar á þeim. Reglugerðin gildir einnig um gróður á lóðum og frágang lóða.
2.4 Framkvæmdir sem undanþegnar eru byggingarleyfi skulu vera í samræmi við skipulagsákvæði skv. III. kafla skipulags- og byggingarlaga. Óheimilt er að hefja slíkar framkvæmdir, sem teljast meiri háttar, fyrr en að fengnu framkvæmdaleyfi viðkomandi sveitarstjórnar. Leiki vafi á því hvort mannvirki er háð byggingarleyfi skal úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála skera úr um það, sbr. gr. 10.
2.5 Þegar sérstaklega stendur á getur ráðherra að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar og hlutaðeigandi sveitarstjórnar veitt undanþágu frá einstökum greinum reglugerðarinnar. 1)
2.6 Umhverfisráðherra getur gefið út sérstakar leiðbeiningar um túlkun á einstökum greinum reglugerðarinnar.

 1) R. nr. 425/2002

3. gr. Ákvæði sérlaga, staðlar og aðrar reglur um byggingarmál

3.1 Íslenskir staðlar skulu almennt vera leiðbeinandi við gerð bygginga og annarra mannvirkja. Á þeim sviðum sem íslenskir staðlar taka ekki til skulu ákvæði norrænna staðla og ISO-staðlar vera leiðbeinandi. Allir evrópskir staðlar (EN) taka gildi sem íslenskir staðlar. Samhæfðir evrópskir staðlar og evrópsk tæknisamþykki hafa einnig gildi hér á landi.
3.5 Á þeim sviðum, og að því leyti sem staðlar taka ekki til, skal við hönnun og framkvæmdir höfð hliðsjón af leiðbeiningarritum, orðsendingum, tilkynningum og öðrum sérritum sem stofnanir sem annast byggingarmál gefa út.
3.6  Að svo miklu leyti sem ákvæði varðandi heilbrigðismál, mengunarmál, aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað eru ekki tilgreind í þessari reglugerð vísast í lög og reglugerðir um þau efni

4. gr. Skilgreiningar og orðskýringar

4.2 Bílageymsla: Hús eða húshluti til geymslu á bílum, ýmist opið eða lokað.
4.14 Bygging: Hús, byggt á staðnum eða sett saman úr einingum.
4.17 Fasteign: Afmarkað land ásamt eðlilegum hlutum þess, lífrænum og ólífrænum, og varanlegum mannvirkjum á því eða hlutdeild í þeim mannvirkjum sem varanlega eru við landið skeytt.
4.18 Fjölbýlishús: Fjölbýlishús telst hvert það hús sem í eru tvær eða fleiri íbúðir sem hafa sameiginleg rými.
4.19 Fjöleignarhús: Hvert það hús sem skiptist í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í sameign sem bæði getur verið allra og sumra.
4.20 Flóttaleið: Gangur, göngusvæði eða stigi sem gera fólki fært að bjargast frá eldsvoða eða annarri hættu fyrir eigin rammleik eða með aðstoð annarra.
4.21 Frístundahús: Hús sem ætlað er til tímabundinnar dvalar. Frístundahús þurfa ekki að uppfylla skilyrði sem sett eru um íbúðarhús.
4.23 Íbúðarherbergi: Hvert það herbergi í íbúðarhúsi sem notað er til daglegrar dvalar fyrir fólk.
4.26 Mannvirki: Jarðföst framkvæmd, t.d. virkjun, hús, brú,.línumastur eða skiltastandur.
4.32 Sérbýlishús: Íbúðarhús, þar sem ekki telst til sameignar annað en lóð og ytra byrði húss og hluti lagnakerfa eftir eðli máls, t. d. einbýlishús, raðhús og parhús.
4.38 Stigahús: Afmarkað rými fyrir stiga.
4.40 Stigi: Byggingarhluti sem gengið er um milli hæða.
4.45 Öryggisstigahús: Stigahús í sjálfstæðu brunahólfi sem gengið er úr og í frá opnum svölum af öllum hæðum húss.

8. gr. Störf byggingarnefnda

8.4 Við afgreiðslu mála leitar byggingarnefnd eftir atvikum umsagnar og ráðgjafar sérfróðra aðila, t.d. um ferlimál, brunamál, hollustuhætti og öryggismál. Þegar mál eru til umfjöllunar í byggingarnefnd sem eru á fagsviði aðila sem fara með framangreind málefni, skal þeim sent fundarboð og eiga fulltrúar þeirra rétt til setu á viðkomandi fundi.

18. gr. Aðaluppdrættir

18.14 Afstöðumynd í mkv. 1:500 skal sýna áttir og afstöðu til aðliggjandi mannvirkja, gatna, nágrannalóða og útivistarsvæða í 30 m fjarlægð frá mannvirki. Á afstöðumynd skal skrá númer lóða og götuheiti. Þá skal og sýna byggingarreit innan lóðar samkvæmt skipulagi, bílastæði á lóð og aðkomu. Sérstaklega skal gera grein fyrir bílastæði fatlaðra, þegar við á.
18.16 Á öðrum lóðum en íbúðarhúsalóðum skal sýna bílastæði og aðkomu í mkv. 1:200. Enn fremur skal sýna hvernig haga skuli fólks- og vöruaðkomu að húsi og lóð, gámastæðum og aðkomu sjúkra-, slökkvi- og sorphreinsunarbíla.
18.17

Við íbúðarhús og aðrar byggingar, þar sem það á við, skal sýna leiksvæði barna, gróður og annað sem varðar skipulag lóðarinnar.

21. gr. Innréttingauppdrættir

21.1 Innréttingauppdrættir skulu eftir því sem við á vera í mkv. 1:50, 1:20, 1:10, 1:5 og 1:1.
21.2 Á innréttingauppdráttum skal gera grein fyrir fyrirkomulagi innréttinga.

22. gr. Lóðauppdrættir

22.1 Lóðauppdrættir skulu, eftir því sem við á, vera í mkv. 1:500, 1:200, 1:100, 1:50, 1:20 og 1:10. Á lóðauppdráttum skal, eftir því sem við á, sýna fyrirkomulag á lóð, s.s. bílastæði, aðkomu fólks og vöru. Á lóðauppdráttum skal gera grein fyrir aðgengi hreyfihamlaðra.
Enn fremur aðkomu sjúkra-, slökkvi- og sorphreinsunarbíla.

2. kafli. Umsjón með byggingarframkvæmdum

41. gr. Rafvirkjameistari

41.1

Rafvirkjameistari sem staðfest hefur ábyrgð sína á verki, ber m.a. ábyrgð á:

Pípum fyrir heimtaugar og sökkulskauti, öllum pípum fyrir raflagnir í steinsteypu og létta veggi, staðsetningu allra dósa og taflna í veggi, loft og gólf, öllum tengingum og endafrágangi raflagna, uppsetningu kynditækja og eldvarnarbúnaðar að því er varðar starfssvið hans, uppsetningu og tengingu stýritækja að því er varðar starfssvið hans, uppsetningu og tengingum á rafbúnaði, að reyndaruppdrætti sé skilað til byggingarfulltrúa að verki loknu.

42. gr. Blikksmíðameistari

42.1

Blikksmíðameistari, sem staðfest hefur ábyrgð sína á verki, ber m.a. ábyrgð á:

Þakrennum og niðurföllum bæði frá þökum og svölum, læstum eða lóðuðum þunnplötuklæðningum, öllum stokkalögnum fyrir loftræsikerfi, öllum stokkalögnum fyrir lofthita- eða loftkælikerfi, einangrun og búnaði stokkalagna, uppsetningu stýritækja að því er varðar starfssvið hans.

48. gr. Áfangaúttektir

48.1

Hlutaðeigandi byggingarstjórar skulu, með minnst sólarhrings fyrirvara, óska úttektar byggingarfulltrúa á eftirfarandi verkþáttum:

 1. Jarðvegsgrunni, áður en byrjað er á mótauppslætti eða fyllingu í slíkan grunn.
 2. Undirstöðuveggjum.
 3. Lögnum í grunni, þ.m.t. rör fyrir rafmagnsheimtaug áður en hulið er yfir.
 4. Raka- og vindvarnarlögum.
 5. Grunni, áður en botnplata er steypt.
 6. Járnalögnum.
 7. Grind, bitum og þaki, áður en klætt er.
 8. Frágangi á klæðningu þaka, bæði úr timbri og öðrum efnum, þ.á m. á neglingu þakjárns eða öðrum tilsvarandi frágangi.
 9. Frágangi á ystu klæðningu veggja.
 10. Hita- og hljóðeinangrun.
 11. Neysluvatns-, hitavatns-, hita- og kælikerfum ásamt einangrun þeirra.
 12. Frárennslis-, regnvatns- og þerrikerfum.
 13. Stokkalögnum og íhlutun þeirra fyrir loftræsi- og lofthitunarkerfi ásamt hita- og eldvarnaeinangrun.
 14. Tækjum og búnaði loftræsi- og lofthitunarkerfa.
 15. Úttekt á verkþáttum varðandi eldvarnir.
 16. Þáttum er varða aðgengi m.t.t. fatlaðra.

53.gr. Lokaúttekt

53.1 Þegar smíði húss er að fullu lokið skal byggingarstjóri eða byggjandi óska eftir lokaúttekt byggingarfulltrúa. Einnig geta þeir, sem hönnuðir og byggingarstjóri keyptu ábyrgðartryggingu hjá, krafist lokaúttektar. Viðstaddir lokaúttekt skulu auk byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra, vera byggingarstjóri og þeir iðnmeistarar og hönnuðir sem þess óska eða eru til þess boðaðir að kröfu byggingarfulltrúa. Í lokaúttekt skal m.a. taka út þætti er varða aðgengi.

3. kafli. Lóðir

62. gr. Almennt um lóðir

62.2 Við lóðarhönnun skal þess gætt að hindrunarlausar og skýrar leiðir séu að inngöngum frá lóð og bílastæðum.
62.3 Á lóð skal koma fyrir leiksvæði barna, bílastæðum, bílageymslum, sorpgeymslu, gróðri og öðru því sem hæfir notkun viðkomandi byggingar. Við skipulag lóða skal leitast við að nýta þá kosti sem náttúra svæðisins býður upp á á hverjum stað og fram koma í deiliskipulagi. Einnig skal metið gildi trjágróðurs sem fyrir er á lóð og reynt að fella hann að þörfum viðkomandi lóðar.

63. gr. Öryggissvæði á lóð

63.1 Á lóð skal sjá fyrir greiðri aðkomu sjúkrabíla að aðalinngangi, sorpbíla að sorpgeymslu og flutningabíla að vörumóttöku.

64. gr. Bílastæði á lóð

64.4 Við öll fjölbýlishús með 6 íbúðum eða fleiri skal vera 1 gestabílastæði sem henti þörfum fatlaðra auk þeirra stæða sem eru fyrir sérhannaðar íbúðir fyrir fatlaða í húsinu.
64.5 Við verslunar- og skrifstofuhúsnæði, opinberar byggingar og þjónustumiðstöðvar skal gera ráð fyrir a.m.k. 1 bílastæði á hverja 35 m2 húsnæðis. 1% bílastæða skal vera sérstaklega merkt og gert fyrir hreyfihamlaða, þó að lágmarki 1 stæði.
64.6 Við annað atvinnuhúsnæði en getið er í mgr. 64.5 skal gera ráð fyrir a.m.k. 1 bílastæði á hverja 50 m2 húsnæðis. 1% bílastæða skal vera sérstaklega merkt og gert fyrir hreyfihamlaða, þó að lágmarki 1 stæði.
64.7 Ef um samkomuhús er að ræða, svo sem kvikmyndahús, leikhús, félagsheimili eða önnur slík hús, skal a.m.k. séð fyrir 1 bílastæði fyrir hver 6 sæti í húsinu. 1% bílastæða skal vera sérstaklega merkt og gert fyrir hreyfihamlaða, þó að lágmarki 1 stæði.
64.8 Við framhaldsskóla skulu vera a.m.k. 5 bílastæði á hverja skólastofu, auk bílastæða fyrir starfsfólk. 1% bílastæða skal vera sérstaklega merkt og gert fyrir hreyfihamlaða, þó að lágmarki 1 bílastæði.
64.9 Ef byggingarnefnd telur að ekki verði komið fyrir á lóð nægilegum fjölda bílastæða getur hún heimilað að bílastæðum verði komið fyrir á annarri lóð í sama hverfi, sem nýtist viðkomandi húsi að mati byggingarnefndar, enda verði, áður en byggingarleyfi er gefið út, þinglýst kvöð um slík bílastæði á þá lóð þar sem þau eru fyrirhuguð. Jafnan skal þó, þar sem aðstæður leyfa, séð fyrir a.m.k. 1 bílastæði fyrir hreyfihamlaða á lóð hússins eða í því.
64.11 Gerð bílastæða er háð samþykki byggingarnefndar og skal sýna fjölda þeirra, fyrirkomulag, tengsl við gatnakerfið og önnur mannvirki þessu tengd á aðaluppdráttum. Bílastæði skulu staðsett þannig að þau hindri ekki aðgang að dyrum og vörumóttöku.
Bílastæði sérmerkt fötluðum séu sem næst inngangi.

65. gr. Leiksvæði barna

65.1 Hverju íbúðarhúsi skal fylgja leiksvæði barna á lóð. Byggingarnefnd getur þó veitt undanþágu frá þessu ákvæði utan íbúðarsvæða.
65.2 Við fjölbýlishús skal leiksvæðum, eftir því sem unnt er, komið þannig fyrir að börn þurfi ekki að fara yfir svæði þar sem bílar aka til að komast heiman frá sér á leiksvæðin. Ljúka skal frágangi leiksvæða á lóðum áður en íbúðarhús eru tekin í notkun.
65.3 Sýna skal á aðaluppdrætti hvar gert er ráð fyrir leiksvæðum og fyrirkomulagi á þeim.
65.4 Lóðarhöfum ber skylda til að hyggja að slysahættu barna þar sem séð er fyrir að börn verði að leik.
65.5 Leiktæki og almennur búnaður á leiksvæðum skulu vera í samræmi við staðla.

69. gr. Sundlaugar og setlaugar á einkalóðum

69.1 Sækja skal um leyfi byggingarnefndar til að útbúa eða byggja sundlaugar eða setlaugar.
69.2 Sundlaugar, eða sá hluti lóðar sem þær eru á eða lóðin í heild, skulu girtar með a.m.k. 0,90 m hárri girðingu sem smábörn komast ekki í gegnum og hliði sem smábörn geta ekki opnað.
69.3 Setlaugar á lóðum íbúðar- og frístundahúsa skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær með þegar þær eru ekki í notkun eða öðrum útbúnaði, sbr. mgr. 69.2, til varnar slysum.
69.4 Við gerð og frágang sundlauga, setlauga og útibaðstaða skal gætt öryggisákvæða og þess sérstaklega gætt að hvergi sé hætta á hálku.
69.5 Barmur setlaugar skal vera a.m.k. 0,40 m yfir göngusvæði umhverfis hana.
69.6 Byggingarnefnd getur sett frekari reglur varðandi öryggisráðstafanir en hér eru tilgreindar, telji hún öryggi barna eða annarra ekki tryggt.

70. gr. Opin leik- og íþróttasvæði

70.2 Við frágang leiktækja og annars búnaðar skal þess gætt að öryggi og aðgengi notenda verði sem best tryggt.
70.3 Hafa skal hliðsjón af gildandi stöðlum, orðsendingum, tilkynningum og öðrum sérritum sem stofnanir er annast byggingarmál gefa út við gerð svæðanna.
70.4 Sundlaugar ætlaðar almenningi skulu hannaðar með tilliti til aðgengis fyrir alla og skal enn fremur gætt ákvæða í heilbrigðisreglugerð.
70.5 Telji byggingarnefnd öryggi notenda ekki tryggt getur hún sett frekari reglur um öryggisráðstafanir en hér eru tilgreindar.

72. gr. Skilti

72.1 Gæta skal þess sérstaklega við gerð og uppsetningu skilta að vegfarendum stafi ekki hætta af þeim og að þau valdi ekki tjóni á öðrum eignum.
72.3 Útstæð skilti skulu vera minnst 4,20 m yfir akbraut eða akfærum stígum eða bílastæðum og a.m.k. 2,60 m yfir göngustígum og gangbrautum. Veggspjöld má aðeins festa á skiltastanda eða þar til gerða auglýsingafleti í eigu opinberra aðila eða þeirra, sem fengið hafa leyfi byggingarnefndar til að setja þá upp.

4. kafli. Afstaða húsa

76. gr. Hús í götulínu

76.1 Hús á lóðamörkum að gangstétt, við gatnamót eða að almennum gangstíg má aldrei hindra nægjanlegt útsýni fyrir akandi umferð, né valda hættu fyrir gangandi umferð hvorki með útitröppum, útskagandi húshlutum né opnanlegum gluggum eða hurðum.
76.2 Byggingarnefnd getur veitt undanþágu frá þessu ákvæði varðandi útitröppur og veggsvalir og hlífðarþak. Útskagandi húshlutar skulu þó aldrei vera í minna en 2,60 m hæð frá jörðu.

5. kafli. Innra skipulag

77. gr. Almennt um innra skipulag

77.1 Innra fyrirkomulag húsa skal þannig hannað og frágengið að það henti almennt séð vel til þeirra nota sem því er ætlað og sévandað og hagkvæmt m.t.t. öryggis, heilbrigðis, aðgengis og afnota allra, svo og til reksturs og viðhalds.

78. gr. Lofthæðir

78.1 Lofthæð í fullfrágengnum íbúðarherbergjum skal ekki vera minni en 2,50 m að innanmáli.
78.2 Í íbúðarhúsum skal hæð af gólfi á gólf vera a.m.k. 2,70 - 2,80 m, sbr. ÍST 21.
78.3 Þegar dýpt íbúða í fjölbýlishúsi er meiri en 12 m skal gera sérstaka grein fyrir aðgerðum til að auka dagsbirtu, s.s. með meiri lofthæð eða stærri glugga.
78.4 Í þakherbergjum og kvistherbergjum má meðalhæð vera 2,20 m, enda sé lofthæðin 2,40 m í að minnsta kosti þriðjungi herbergis í íbúðarhúsnæði. Í öðrum herbergjum nýrra íbúða skal lofthæð vera a.m.k. 2,50 m, en við endurgerð eða breytingu eldri húsa má lofthæð fara niður í 2,20 m, enda sé meðallofthæð íbúða a.m.k. 2,30 m.
78.5 Í geymslum, inntaks- og kyndiklefum o.þ.h. húsnæði skal lofthæð ekki vera minni en 2,20 m.

79. gr. Gluggar, hurðir og kvistir

79.1 Á hverju íbúðarherbergi skal vera opnanlegur gluggi, sbr. þó mgr. 186.2. Samanlagt ljósop glugga hvers herbergis skal ekki vera minna en sem svarar til 1/10 af gólffleti þess. Þó skulu gluggar íbúðarherbergja ekki vera minni en 1 m2. Sama á við um eldhús, nema þegar opið er milli stofu og eldhúss, þá reiknast stofa og eldhús (eldhúskrókur) sem eitt herbergi við ákvörðun gluggastærða.
79.2 Íbúðir í fjölbýlishúsum skulu jafnan hafa a.m.k. tvær gluggahliðar, nema íbúðir 50 m2 eða minni, enda snúi þær í suðlæga átt.
79.3 Um stærð glugga á öðrum vistarverum en íbúðarherbergjum fer eftir mati byggingarnefndar. Þar sem sérstaklega stendur á, svo sem í verslunum, vöruhúsum, frystihúsum og stórum vinnusölum er heimilt að gera minni kröfur um gluggastærðir, enda uppfylli húsnæðið kröfur í reglum Vinnueftirlits ríkisins um húsnæði vinnustaða. Á hverju vinnuherbergi í atvinnuhúsnæði skal vera opnanlegur gluggi, nema þar sem starfsemi krefst annars.
79.6 Hverfigluggar mega ekki vera nær gólfi en 1,0 m og stillanlegt op ekki stærra en 0,12 m.
79.7 Í húsum, sem eru hærri en ein hæð, skal komið fyrir öryggiskeðju eða öðrum jafngóðum búnaði á þeim opnanlegu gluggum sem börnum gæti annars stafað hætta af. Skulu slíkir opnanlegir gluggar ekki hafa stærra stillanlegt op en 0,12 m.
79.8 Allar dyr í opinberum byggingum og öðrum húsum, sem almenningur hefur aðgang að, skulu vera gerðar fyrir a.m.k. 0,90 m breiðar og 2,10 m háar hurðir. Sama gildir um aðalútidyr í öðrum húsum.
79.9 Dyr á íbúðarherbergjum skulu vera gerðar fyrir a.m.k. 0,80 m breiðar og 2,00 m háar hurðir.
79.10 Í íbúðum fyrir hreyfihamlaða, skulu allar dyr vera gerðar fyrir a.m.k. 0,90 m breiðar hurðir og þannig úr garði gerðar að fólk í hjólastól geti opnað þær. Slíkar íbúðir skulu ekki hafa hærri þröskulda eða uppstig í aðalútidyrum húss en 25 mm og vera þröskuldalausar innan íbúðar. Þær skulu að öðru leyti hannaðar í samræmi við reglur í Rb-blöðum nr. (E2) 101 og 201.
79.15 Öryggisgler skal vera í anddyrum opinberra bygginga, veitinga- og samkomuhúsa og merkja til viðvörunar glerfleti við aðkomuleiðir þeirra.

80. gr. Anddyri, baðherbergi og salerni

80.1 Í hverri íbúð, sem ekki er gengið í úr lokuðu stigahúsi, stigagangi eða öðru sambærilegu rými, skal vera anddyri (vindfang), ekki minna en 1,50 m á hvorn veg, með óhindruðum aðgangi að útidyrum.
80.3 Í hverri íbúð skal vera hreinlætisaðstaða, vatnssalerni, bað og handlaug. Hreinlætistækjum má koma fyrir í einu herbergi sem má minnst vera 4,8 m2 eða í tveimur herbergjum samtals a.m.k. 6,5 m2 og skal handlaug vera í báðum.
80.4 Í baðherbergjum skal vera gólfniðurfall og gólf vatnsheld.
80.5 Baðherbergi skal loftræsa um opinn glugga eða á annan fullnægjandi hátt.
80.6 Í íbúðum fyrir hreyfihamlaða, skulu salerni og baðherbergi hönnuð í samræmi við reglur í Rb-blaði nr. (E2) 201. Aðkoma og innrétting slíkra íbúða skal einnig vera þannig að þær henti fólki í hjólastól, sbr. Rb-blöð nr. (E2) 101 og 201.
80.7 Aðkoma að salerni má ekki vera beint úr stofu, eldhúsi eða borðstofu, nema í íbúðum sem eru 50 m2 eða minni. Hún má heldur ekki vera frá svefnherbergi, nema annað salerni sé í íbúðinni.
80.8 Aðkoma að öðrum rýmum íbúðar má ekki vera um baðherbergi eða salerni.
80.10 Þannig skal gengið frá dyraumbúnaði gufubaðstofu að dyr opnist út.
80.11 Á hverjum vinnustað skulu vera salerni, þvagstæði og handlaugar í samræmi við ákvæði heilbrigðisreglugerðar og reglur Vinnueftirlits ríkisins um húsnæði vinnustaða.
Á hverjum vinnustað skal vera a.m.k. eitt salerni, ásamt handlaug, er henti hreyfihömluðum, sbr. mgr. 105.4.
80.12 Þar sem starfsfólk þarf að hafa fataskipti áður en það hefur vinnu sína skal séð fyrir sérstöku húsnæði til slíks, með skápum og aðstöðu til þvotta og steypibaða, sbr. heilbrigðisreglugerð. Um stærð og fyrirkomulag fer eftir gildandi reglum Vinnueftirlits ríkisins um húsnæði vinnustaða.

81. gr. Geymslur

81.1 Hverri íbúð skal fylgja loftræst sérgeymsla. Í fjölbýlishúsum skal sýna á uppdrætti hvaða sérgeymsla fylgir hverri íbúð og tiltaka stærð hverrar geymslu.
81.2 Stærð sérgeymslu skal vera a.m.k. 2,5 m2 fyrir 35 m2 íbúðir eða minni og a.m.k. 6 m2 fyrir íbúðir sem eru 80 m2 eða stærri. Fyrir íbúðir sem eru á stærðarbilinu 35 - 80 m2 skal stærð geymslu vera í réttu hlutfalli við stærð íbúðar. Sérgeymslur skulu ekki vera sameiginlegar þvottaherbergjum.
81.3 Í íbúðum sem ætlaðar eru hreyfihömluðum skulu geymslur ekki vera minni en 5 m2.
81.4 Hverri íbúð í fjölbýlishúsi skal fylgja sameiginleg geymsla fyrir barnavagna, reiðhjól og þess háttar. Stærð geymslunnar skal vera a.m.k. 2 m2 á hverja íbúð og skal hún vera aðgengileg utan frá.

84. gr. Sorpgeymslur

84.1 Hverri íbúð skal fylgja aðgangur að sorpgeymslu og skal við það miðað að hverju húsi fylgi minnst eitt sorpílát og auk þess eitt sorpílát fyrir hverja íbúð. Gerð sorpíláta er háð samþykki heilbrigðisnefndar.
84.2 Sorpgeymslur geta annars vegar verið sorpgerði/sorpskýli á lóð og hins vegar innbyggðar sorpgeymslur í húsi eða í tengslum við það.
84.4 Sorpgeymslum fyrir fjölbýlishús og önnur hús skal þannig komið fyrir að auðvelt sé að komast að þeim með þau tæki, sem notuð eru við sorphirðu. Byggingarnefnd getur krafist þess að akfært sé að sorpgeymslu ef hún telur ástæðu til, t.d. ef um er að ræða stórt hús.
84.5 Sorpgeymslur skulu vera a.m.k. A-EI60, sbr. gr. 7.2.2. Aðeins má vera gengt í þær utan frá um læsanlegar dyr sem opnast út og eru gerðar fyrir 0,90 m breiða hurð og 2,00 m háa. Lofthæð í sorpgeymslum vera minnst 2,00 m.

90. gr. Þvottaherbergi

90.1 Þvottaherbergi skal fylgja hverri íbúð, sjá þó gr. 92. Gólf þvottaherbergis skal vera vatnshelt með niðurfalli og þannig frá gengið að ekki skapist hættuleg hálka þegar það blotnar. Loft og veggir skulu þola gufu og raka. Þvottaherbergi skal vera loftræst um opnanlegan glugga eða með vélrænni loftræsingu. Lágmarksstærð þvottaherbergis fyrir íbúð er 3 m2.

92. gr. Almennt um íbúðir

92.1 Íbúðir skulu þannig hannaðar að þær njóti fullnægjandi dagsbirtu og henti sem best til íbúðar.
92.2 Til þess að vistarvera teljist lögleg íbúð skal þar vera íbúðarherbergi sem sé að minnsta kosti 18 m2 að stærð, eldhús, baðherbergi og salerni, enda séu rými tengd innbyrðis þannig að ekki þurfi að fara um sameign á milli þeirra. Auk þess viðeigandi geymslurými, þvottaherbergi eða aðgangur að því í sameign.
92.3 Í hverri íbúð skal vera reykskynjari og handslökkvitæki af viðurkenndri gerð.

93. gr. Eldhús

93.1 Eldhús skal ekki vera minna en 7 m2. Þó nægir eldhúskrókur í tengslum við stofu í íbúðum 50 m2 eða minni.
93.2 Á eldhúsi skal vera opnanlegur gluggi. Byggingarnefnd getur þó leyft eldhús án glugga ef þannig hagar til að eldhús er hluti af stofu eða borðstofu og þannig frá gengið að tryggt sé að nægileg dagsbirta verði í eldhúsi og nægilega vel séð fyrir loftræsingu úr eldhúsi.

94. gr. Íbúðarherbergi

94.1 Ekkert íbúðarherbergi má vera mjórra en 2,40 m og ekki minna en 8 m2 að flatarmáli.

95. gr. Svefnherbergi

95.1 Ekki má hafa svefnherbergi hvert inni af öðru né heldur má eina aðkoma að öðrum íbúðarherbergjum vera í gegnum svefnherbergi.

96. gr. Íbúðir í kjallara og á jarðhæð

96.1 Ekki má gera nýja íbúð í kjallara. Ef sýnt er fram á með opinberum vottorðum að rými í kjallara hafi verið breytt í íbúð fyrir árið 1979 og nýtt þannig síðan getur byggingarnefnd samþykkt slíka íbúð, enda sé íbúðin ekki meira niðurgrafin en 0,80 m og öðrum skilyrðum fullnægt.
96.2 Heimilt er að gera einstök íbúðarherbergi í kjallara ef gólf hans er eigi meira niðurgrafið en 0,50 m við gluggahlið og gluggahliðin ekki nær götu en 3,00 m og lofthæð a.m.k. 2,30 m. Slík herbergi og önnur stök íbúðarherbergi skulu fullnægja kröfum reglugerðar þessarar um íbúðarherbergi að því er varðar glugga, björgunarop o.fl. Þegar um er að ræða hús með fleiri en einni íbúð skal sýna á uppdrætti hvaða stök íbúðarherbergi fylgja hverri íbúð.
96.3 Heimilt er að gera íbúðir á jarðhæð ef stofa snýr móti suðaustri, suðri eða vestri, enda sé sú hlið íbúðarinnar ekki niðurgrafin.

97. gr. Risíbúðir

97.1 Ef rishæð er sérstök íbúð telst hún hæð. Óheimilt er að innrétta íbúð í þakrými þar sem eingöngu eru þakgluggar.

98. gr. Timburhús

98.1 Ekki má hafa sjálfstæða íbúð á efri hæð timburhúss, nema að fyrir liggi samþykkt brunahönnun.

100. gr. Skápar

100.1  Hverri íbúð skal að jafnaði fylgja hæfilega stór skápur eða geymsla undir nauðsynleg ræstingatæki.
100.2 Í hverri íbúð skal vera læsanlegur skápur fyrir lyf og hættuleg efni.

101. gr. Veggsvalir

101.1 Ef hús er tvær hæðir eða hærra (með eða án kjallara) skulu veggsvalir, a.m.k. 4 m2 að stærð og að jafnaði ekki mjórri en 1,60 m, fylgja hverri íbúð ofan fyrstu hæðar. Gólf í veggsvölum skal vera vatnsþétt og vatni frá því veitt um niðurfall í frárennsliskerfi hússins.
101.2 Í íbúðum sem hannaðar eru fyrir hreyfihamlaða skal vera auðvelt að komast með hjólastól út á svalirnar.
101.3 Um frágang handriða á veggsvölum vísast til mgr. 202.13 og 202.15.

103. gr. Einbýlishús og önnur sérbýlishús

103.1 Einbýlishús og önnur sérbýlishús skulu vera þannig hönnuð og byggð að þau henti vel til þeirra nota sem þeim er ætlað, séu vönduð og hagkvæm m.t.t. öryggis, heilbrigðis, aðgengis og afnota allra, svo og til reksturs og viðhalds. Þess skal gætt að hús falli vel að landi, íbúðir hafi eðlileg tengsl við útivistarsvæði á lóð og staðsetning vistarvera taki mið af birtu og útsýni.

104. gr. Fjölbýlishús

104.1 Fjölbýlishús skulu þannig hönnuð og byggð að þau henti vel til þeirra nota sem þeim er ætlað, séu vönduð og hagkvæm m.t.t. öryggis, heilbrigðis, aðgengis og afnota allra, svo og til reksturs og viðhalds. Þess skal gætt að hús falli vel að landi, íbúðir hafi eðlileg tengsl við útivistarsvæði á lóð og staðsetning vistarvera taki mið af dagsbirtu og útsýni.
104.3 Í fjölbýlishúsum skal vera sameiginleg geymsla fyrir barnavagna, reiðhjól, sleða o.þ.h., sbr. gr. 81.
104.4 Íbúðum í fjölbýlishúsi skal fylgja þvottaherbergi eða aðgangur að sameiginlegu þvottahúsi og þurrkaðstöðu með fullnægjandi loftræsingu.
104.5 Í fjölbýlishúsum með sex íbúðum eða fleiri skal a.m.k. ein íbúð hönnuð þannig að hana megi innrétta samkvæmt þörfum hreyfihamlaðra.
104.12 Í húsum sem eru 8 hæðir og hærri, og annars staðar þar sem stigar slökkviliðs ná ekki til eða það er að öðru leyti vanbúið til björgunar, skal vera öryggisstigahús skv. gr. 155. Í slíkum húsum skulu íbúðir hafa aðgang að svölum við öryggisstigahús um brunastúku. Við brunastúkuna, sem ekki skal vera mjórri en 1,50 m, mega aðeins vera íbúðir, lyfta og svalir við öryggisstigahús. Mesta fjarlægð frá dyrum íbúðar að svölum við stigahús skal vera 10 metrar.
104.13 Tvær óháðar útgönguleiðir skulu vera úr hverri íbúð í fjölbýlishúsi. Önnur skal vera um stigahús en hin má vera um veggsvalir sem stigar eða annar björgunarbúnaður slökkviliðs nær til. Ef íbúð er hærra yfir jörð en svo að stigar slökkviliðs nái til svala hennar, þá skal hún eiga aðgang um forstofu að öryggisstigahúsi. Í húsum með einu stigahúsi má mesta fjarlægð að stiga ekki vera meiri en 25 m í fjögurra hæða húsum eða lægri og ekki meiri en 15 m í 5 - 8 hæða húsum.
104.14 Í fjölbýlishúsum fyrir aldraðra skal vera sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi. Einnig skulu sett upp slöngukefli og viðeigandi gerðir handslökkvitækja.
104.15 Á svalagangshúsum skal hámarksfjarlægð frá íbúðardyrum að stigahúsdyrum vera 15 metrar. Á slíkum húsum skulu einnig vera svalir á öllum íbúðum á þeim hliðum hússins sem ekki hafa svalagang.
104.17 Í öllum íbúðum og á öllum hæðum, þ.e. á 2. hæð og upp úr, skulu vera svalir a.m.k. 1,60 m breiðar. Þær skulu vita að björgunarsvæðum slökkviliðs.

105. gr. Almenn ákvæði um hús til annarra nota en íbúðar

105.1 Þegar sótt er um leyfi til að byggja hús til annarra nota en íbúðar, t.d. samkomu-, sjúkra-, skóla-, iðnaðar-, verslunar- og skrifstofuhús, skal miðað við þær kröfur sem gerðar eru til íbúðarhúsa, eftir því sem þær geta átt við að mati byggingarnefndar.
105.2 Í slíkum húsum skal í hverjum eignarhluta séð fyrir fullnægjandi rými fyrir snyrtiherbergi, ræstiklefa, sorpgeymslu, reiðhjólageymslu og annað nauðsynlegt að dómi byggingarnefndar. Jafnan skal séð fyrir a.m.k. einu salerni ásamt handlaug er henti hreyfihömluðum.
105.4 Í samkomuhúsum, leikhúsum, veitingahúsum og kvikmyndahúsum skal gert ráð fyrir a.m.k. einu salerni, handlaug og þvagstæði fyrir karla og einu salerni og handlaug fyrir konur, miðað við hverja 50 gesti. Að öðru leyti skal miða við kröfur heilbrigðisreglugerðar í þessu efni. Í slíkum húsum skal vera a.m.k. eitt salerni er henti hreyfihömluðu fólki í hjólastól, sbr. Rb-blað nr. (E2) 201. Sama á við um opinberar byggingar, skrifstofur og aðra vinnustaði þar sem gert er ráð fyrir að starfi 10 manns eða fleiri.

106. gr. Skólar og dagvistunarstofnanir

106.4 Í skólum og Dagvistunarstofnunum skal vera komið fyrir læsanlegum skápum fyrir lyf og hættuleg efni.

107. gr. Samkomuhús

107.1 Ákvæði þessarar greinar gilda um þau hús sem hafa samheitið samkomuhús en til þeirra teljast félagsheimili, leikhús, kvikmyndahús, veitingahús, hús með fundarsölum, sýningarsölum, fyrirlestrarsölum og íþróttasölum, mötuneyti fyrir 50 manns eða fleiri o.s.frv. Enn fremur kirkjur, safnaðarheimili og önnur álíka hús með sambærilega notkun.
107.2 Með samkomudeild er átt við einn eða fleiri samkomusali með tilheyrandi göngum, eldhúsi, geymslum og öðru rými sem tengist deildinni beint.
107.4 Samkomusali fyrir allt að 50 manns má innrétta í byggingum sem gerðar eru í samræmi við kröfurnar um fjölbýlishús, sjá þó mgr. 107.20.
107.5 Í hverju samkomuhúsi skal vera rými fyrir hjólastóla meðal áhorfendasæta, er nemur a.m.k. 1% af sætafjölda, þó aldrei færri en eitt.
107.6 Samkomusalir skulu eftir því sem við á vera búnir tónmöskvakerfi eða öðru sambærilegu kerfi m.t.t. heyrnarskertra.
107.16 Ekki mega vera fleiri en 12 stólar í samfelldri röð að gönguleið og stólaraðir ekki fleiri en 20. Lágmarksbreidd gönguleiðar þvert á raðir skal vera 1,30 m, og einnig meðfram röðum, ef stólar eru festir í gólf, en 2,00 m, ef þeir eru spenntir saman. Í stórum húsum ráðast breiddir þessar af því að gangur skal vera a.m.k. 0,01 m fyrir hvern mann sem um hann skal fara til að komast að útgöngudyrum salar.

108. gr. Verslunarhúsnæði

108.1 Verslunarhúsnæði skal þannig byggt og hannað að það henti vel til þeirra nota sem því er ætlað, auðvelt sé að breyta innra fyrirkomulagi, það sé vandað og hagkvæmt m.t.t. öryggis, heilbrigðis, aðgengis og afnota allra, svo og til reksturs og viðhalds. Þess skal gætt að hús falli vel að lóð, aðkomu og bílastæðum. Flutningsleiðir fyrir aðföng og úrgang séu greiðar.
108.2 Verslanir, samtals allt að 150 m2 að grunnfleti má innrétta í byggingum sem uppfylla kröfur um fjölbýlishús.

109. gr. Skrifstofuhúsnæði

109.1 Skrifstofuhúsnæði, stærst 150 m2 að grunnfleti, má innrétta í byggingum sem uppfylla kröfur um fjölbýlishús. Í byggingum sem eru tvær hæðir og kjallari eða hærri má þó aðeins innrétta eina slíka deild á hverri hæð tengda hverju stigahúsi.

110. gr. Hótel, dvalar- og heimavistir

110.1 Ákvæði þessarar greinar gilda fyrir húsnæði þar sem rekin er gististarfsemi, svo sem hótel, gistiheimili, gistiskála og hvers kyns dvalar- og heimavistir þ.m.t. heilsuhæli, hjúkrunarheimili, hvíldar og hressingarheimili, elli- og dvalarheimili aldraðra, sjúkrahús, fangelsi, ver- og vinnubúðir. Gera skal ráð fyrir að gestir þekki ekki til flóttaleiða fyrirfram en geti almennt bjargast af eigin rammleik.
110.5 Í þeim byggingum sem falla undir ákvæði þessa kafla skal a.m.k. eitt af hverjum átta baðherbergjum vera innréttað þannig að það henti hreyfihömluðum. Þá skulu öll baðherbergi sem ætluð eru vistmönnum á hjúkrunarheimilum, sjúkrahúsum og dvalarheimilum aldraðra vera innréttuð fyrir hreyfihamlaða. Svalir í tengslum við slík herbergi skulu vera minnst 1,60 m á dýpt og gólf þeirra í sömu hæð og herbergisgólf. Svaladyr skulu vera minnst 0,90 m breiðar.
110.10 Ekki mega vera dyr á milli svefnherbergis og stigahúss.
110.11 Eldhús, búr og tilheyrandi geymslur skulu mynda sjálfstætt brunahólf.
110.16 Í stofnunum, þar sem búast má við að flytja þurfi fólk á sjúkrabörum eða í sjúkrarúmum, skulu gangar vera a.m.k. 2,40 m á breidd. Auðvelt skal vera að komast um stiga með sjúkrabörur.
110.20 Húsnæði sem fellur undir ákvæði þessarar greinar og er með stærri samanlagðan gólfflöt en 2000 m2 skal brunahanna skv. 141. gr. Húsnæði sem er ætlað fólki sem er illa fært um að bjarga sér sjálft úr bruna skal ávallt brunahanna.

111. gr. Iðnaðar- og geymsluhús

111.2 Umsóknum um leyfi fyrir byggingu verksmiðjuhúsa, frystihúsa, fiskimjölsverksmiðja o.þ.h. húsa, skulu jafnan fylgja umsagnir Brunamálastofnunar ríkisins, Vinnueftirlits ríkisins og heilbrigðisnefndar, eftir því sem við á.

113. gr. Bílageymslur minni en 100 m2

113.1 Bílageymsla fyrir einn bíl skal að jafnaði ekki vera stærri en 36 m2 brúttó og vegghæð fyrir miðjum aðaldyrum upp á efri brún plötu, eða efstu brún veggjar, ekki meiri en 2,70 m ef bílageymslan er með flötu þaki. Sé bílageymsluþakið með risi, eða halli meiri en 1:15, skal mesta hæð þaks ekki vera meiri en þarf til að ná múropi í dyrum 2,40 m að hæð, ásamt beranlegum veggfleti ofan dyra. Byggingarnefnd getur þó leyft stærri bílageymslur og hærri þar sem slíkt veldur ekki verulegri röskun á umhverfi og aðstæður að öðru leyti leyfa.
113.6 Aðskilnaður á milli húss og bílageymslu skal vera EI60, hvort sem um er að ræða sérstæða bílageymslu eða bílageymslu sambyggða húsi. Hurð á milli húss og bílageymslu sem er sambyggð húsi skal vera EI-CS30 og skal hurðin ekki opnast beint inn í íbúðarrými, heldur anddyri eða annað sambærilegt rými.

114. gr. Bílageymslur stærri en 100 m2

114.1 Ekki má nota bílageymslu til annars en geymslu á bílum og því sem þeim fylgir.
114.7 Tengsl milli bílageymslu og annarrar brunasamstæðu skal vera um brunastúku. Hurð bílageymslumegin skal vera EI-CS60, en EICS30 að öðru brunahólfi. Brunastúkuna má aðeins nota til umferðar. Bil á milli hurða skal vera minnst 2 m og mest 6 m.
114.8 Ganga má í lyftu úr bílageymslu ef hurð á lyftuhúsi er EICS60 og EI-CS30 á öðrum hæðum. Annars skal aðgengi að lyftu úr bílageymslu vera um brunastúku.

115. gr. Frístundahús, veiðihús og önnur áþekk hús

115.2 Í frístundabyggð á vegum launþegasamtaka, starfsmannafélaga eða annarra samtaka skal að minnsta kosti eitt hús vera þannig hannað að það henti hreyfihömluðum.
115.6 Hús, þar sem gert er ráð fyrir fleiri en 10 manns í gistingu, skulu uppfylla ákvæði gr. 110 að svo miklu leyti sem unnt er miðað við aðstæður en sérstaklega er varðar viðvörun, flóttaleiðir og neyðarmerkingar.

116. gr. Landbúnaðarbyggingar

116.2 Landbúnaðarbyggingar skulu þannig hannaðar og byggðar að þær henti vel til þeirra nota sem þeim er ætlað, séu vandaðar og hagkvæmar m.t.t. öryggis, heilbrigðis og aðgengis.

117. gr. Olíu- og bensínstöðvar, birgðastöðvar

136. gr. Þök og þakvirki

136.5 Setja skal upp snjógrindur á þök húsa ofan við innganga og yfir gangstétt þar sem þakhalli er meiri en 14°.

7. kafli. Brunavarnir bygginga

137. gr. Meginmarkmið brunavarna bygginga

137.1

Hverju mannvirki sem reglugerð þessi tekur til skal valinn staður, það hannað, byggt og frágengið þannig að gætt sé eftirtalinna atriða.

1. Verði eldur laus í mannvirki:

 1. Að þeir sem í mannvirkinu dveljast eða eru staddir þar komist fljótt og hindrunarlaust út af eigin rammleik eða með aðstoð annarra.
 2. Að öll húsaskipan og aðgengi fyrir björgunarmenn sé með þeim hætti að aðstaða til björgunar sé sem auðveldust, hvort sem er á mönnum eða dýrum.

141. gr. Brunavarnir samkvæmt brunahönnun

141.2 Í brunahönnun þarf að sýna fram á með ljósum hætti, byggt á raunhæfum viðmiðunum, rannsóknum eða útreikningum, að ákvæði gr. 137 séu uppfyllt. Útreikninga má t.d. miða við raunhæfan hönnunarbruna og gera í reiknilíkani sem hæfir vel því tilfelli sem verið er að skoða.

155. gr. Öryggisstigahús

155.1 Öryggisstigahús skal vera a.m.k. A-EI60 og haldast reyklaust. Ganga skal í og úr stigahúsi um svalir undir beru lofti. Í öryggisstigahúsi skal vera stigleiðsla, sbr. gr. 163.

158. gr. Flótti úr eldsvoða

158.1 Bygging skal vera þannig hönnuð og byggð að fólk sem í henni er geti flúið eldsvoða.
158.2 Flóttaleiðir og aðgengi að þeim skulu vera einfaldar, auðrataðar og greiðfærar. Allan þann tíma sem er ætlaður til flótta skal tryggja, eftir því sem kostur er, að hiti, reykur eða eiturgufur fari ekki yfir hættumörk í flóttaleið. Fyrirbyggja skal eins og kostur er að fólk skaðist vegna hruns byggingarhluta (t.d. glers) eða troðnings og einnig að fólk verði innlyksa í skotum og endum ganga.
158.3 Frá hverju því rými í byggingu þar sem gera má ráð fyrir að fólk dveljist eða sé statt skulu vera fullnægjandi flóttaleiðir úr eldsvoða. Þær skulu vera þannig skipulagðar og frágengnar að allir í viðkomandi rými geti bjargast út af eigin rammleik eða fyrir tilstilli annarra á tilgreindum flóttatíma.

159. gr. Björgunarop

159.4 Hæð frá gólfi að björgunaropi má ekki vera meiri en 1,20 m. Ef settur er fastur bekkur, a.m.k. 0,50 m breiður, undir opið þá má reikna hæðina frá yfirborði hans.
159.5 Í rishæðum, þar sem fólk dvelst að staðaldri, skal staðsetja björgunarop þannig að lárétt fjarlægð frá opi að þakskeggi sé ekki meiri en 1,40 m, nema unnt sé að komast að opinu um svalir.

160. gr. Neyðarlýsing og útljós

160.1

Hönnun neyðarlýsingar og útljósa, þar sem slíks er krafist, skal vera í samræmi við leiðbeiningar sem Brunamálastofnun ríkisins gefur út eða vísar til og eftirfarandi reglur:

 1. Útljós skal setja yfir eða við útgöngudyr til að leiðbeina fólki að þeim. Auk þess skal koma fyrir útljósum á öðrum stöðum þannig að þau séu sýnileg frá hvaða stað sem er í sölum eða flóttaleiðum og rata megi með hjálp þeirra einna út undir bert loft á jörð niður eða til öruggs staðar innanhúss, hvort heldur að um sé að ræða aðal- eða neyðarútganga. Útljós skulu vera græn að lit með hvítu merki eða hvít með grænu merki, auk leiðbeininga eftir því sem við á, sbr. reglur um öryggis- og heilbrigðismerkingar á vinnustöðum. Mesta lesfjarlægð á útljós í metrum er 200 x p fyrir merki lýst innan frá og 100 x p fyrir merki lýst utan frá, þar sem p er hæð merkis í mm. Þau skulu vera sílogandi.
 2. Neyðarlýsing skal þannig uppsett að hún gefi sem jafnasta birtu í sölum og á flóttaleiðum. Lýsingin skal vera a.m.k. 1 lúx við gólf. Neyðarlýsing skal taka sjálfkrafa við er aðalstraumgjafi bregst og gefa ljós í a.m.k. 60 mínútur. Full lýsing skal vera komin á innan 15 sekúndna en 50% af henni eftir 5 sekúndur. Á stöðum þar sem fólki er sérstök hætta búin skal lýsingin vera minnst 15 lúx eða 10% af fullri lýsingu og skal að fullu vera komin á eftir 0,25 sekúndur.
 3. Varastraumgjafar skulu vera vararafstöðvar eða rafhlöður sem taka sjálfvirkt við ef aðalstraumgjafi bilar.

8. kafli. Hollustuhættir

169. gr. Almennt um hollustuhætti

169.1 Byggingar og mannvirki skulu hönnuð og byggð þannig að heilsu manna sé ekki stefnt í hættu, m.a. vegna hita og raka, hávaða, fráveitu skólps, reyks, fasts eða fljótandi úrgangs, mengunar í lofti, jarðvegi, vatni, gasleka eða geislunar.

170. gr. Heilbrigðisákvæði

170.1 Um atriði varðandi heilbrigðis- og hollustuhætti fer eftir lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Ennfremur eftir heilbrigðisreglugerð og ákvæðum annarra laga og reglugerða um heilbrigðismál og hollustuhætti.
170.2 Byggingarefni mega ekki vera skaðleg eða gefa frá sér skaðleg efni eða gufur, sjá einnig gr. 120. Um vöruviðskipti gilda ennfremur lög um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu.

184. gr. Almennt um raka

184.1 Byggingar skulu þannig hannaðar og byggðar að hlutar þeirra, eða byggingar í heild, verði ekki fyrir skaðlegum áhrifum af völdum úrkomu, slagregns, snjóa, kraps, yfirborðsvatns, grunnvatns, jarðraka, byggingarraka, þéttivatns eða loftraka. Tryggja skal að raki eða afleiðingar hans rýri ekki eðlileg heilbrigðis og hollustuskilyrði innandyra.
184.2 Lífræn efni, sem geta brotnað niður vegna áhrifa sveppa eða gerla (fúnað eða rotnað), skulu ekki vera í beinni snertingu við jarðveg eða rakadræg efni í undirstöðum.

186. gr. Loftgæði og loftræsing

186.1

Öll dvalarrými, íbúðar- og skrifstofuherbergi, svo og önnur vinnuherbergi þar sem fólk dvelur langtímum saman skulu hafa fullnægjandi loftræsingu. Tryggja skal með hönnun og gerð loftræsingar, hvort sem hún er vélræn eða ekki, að fullnægjandi loftendurnýjun náist.

Ef dvalarrými hefur einungis eina gluggahlið og ekki næst gegnumloftun til annarrar húshliðar skal tryggja sérstaklega að fullnægjandi loftendurnýjun náist, t.d. með einhverri eftirfarandi aðgerða: með vélrænum innblæstri fersklofts, nægjanlega stórum loftunaropum í mismunandi hæð á útvegg eða með sjálfsogandi eða vélrænum útsogsloftrásum í innhluta herbergis og opnanlegum  glugga eða loftunaropi á útvegg.

186.3

Bygging skal þannig gerð og komið fyrir búnaði til þess að tryggja loftskipti og losun af loftmengun í þeim mæli að eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt:

 1. Loftgæði í hverju rými skulu vera í samræmi við notkun og ávallt þannig að gætt sé heilbrigðis- og hollustuskilyrða.
 2. Komið skal í veg fyrir að heilsuspillandi efni og óþægileg lykt geti dreifst innan viðkomandi rýmis eða úr einu rými í annað.
 3. Loftstreymi milli rýma, ef slíkt á sér stað, skal ætíð vera frá rými með minni loftmengun til rýmis þar sem loftmengun er meiri.
 4. Ekki er heimilt að hleypa daunillum, fitumenguðum eða heilsuspillandi efnum út í andrúmsloftið og skal í þessu efni gætt ákvæða heilbrigðisreglugerðar um loftmengun.
 5. Þar sem loftmengun stafar aðallega frá fólki sem dvelst í herbergi eða frá byggingarefnum skal sjá fyrir almennri loftræsingu.
 6. fÞar sem loftmengun stafar aðallega frá starfsemi skal sjá fyrir viðeigandi loftræsingu.
186.4 Öll vinnu- og dvalarrými fyrir fólk skal loftræsa þannig að meðalstyrkur koltvísýrings CO2 fari ekki yfir 800 ppm og hámarksgildið ekki yfir 1000 ppm. Hafa skal hliðsjón af leiðbeiningarritum og stöðlum um ákvörðun ferskloftsmagns til loftræsingar.
186.5 Sjálfsogandi loftræsing skal gerð með loftrás upp úr þaki.

187. gr. Stærð og gerð loftrása

187.4 Í salernum, baðherbergjum, geymslum og öðrum herbergjum ásamt eldhúsi sem liggur að innvegg, þar sem ekki verður komið við opnanlegum glugga, skal séð fyrir nægilega góðri loftræsingu.
187.8 Eldhús í íbúðarhúsnæði skal hafa 17 - 22 l/s fráloftun. Yfir eldavélum skal setja upp háf eða punktútsog.
187.10 Öll vinnu- og íbúðarherbergi skulu hafa opnanlegan glugga eða beina aðfærslu útilofts.
187.11 Loft skal færa frá "hreinum" til "mengaðra" herbergja. Þetta krefst rétts þrýstingsmismunar í byggingu: í bílskúr, reykherbergjum, ljósritunarherbergjum, salernum og eldhúsi skal vera undirþrýstingur miðað við aðlæg herbergi, sjá mgr. 186.3 og Rb-blað Rb (lg).001.
187.15 Loftrásir frá eldhúsum skal vera hægt að hreinsa á auðveldan hátt.
187.16 Í stað loftrása frá eldhúsi er heimilt að hafa vélknúinn útblástur gegnum útvegg.

9. kafli. Tæknibúnaður

195. gr. Vatnslagnir

195.3 Hanna skal neysluvatnskerfi þannig að ekki sé hætta á húðbruna almenns notanda. Mælt er með því að hitastýrð blöndunartæki séu notuð til þess að vatnshiti við töppunarstað fari ekki yfir 43°C í skólum, sundlaugum, sjúkrahúsum, elliheimilum, hótelum og tilsvarandi stöðum og 38°C á barnaheimilum.

197. gr. Raflagnir og raforkuvirki

197.2 Um rafkerfi, raftæki, frágang þeirra og meðferð gilda ákvæði reglugerðar um raforkuvirki og reglugerðir viðkomandi rafveitu ásamt tæknilegum tengiskilmálum rafveitna.
197.4 Inntakskassar fjarskiptalagna og tengikassar sem tilheyra fleiri en einni íbúð eða starfsstöð skulu vera staðsettir í sameign. Kassarnir skulu annaðhvort innsiglaðir eða læstir. Um fjarskiptalagnir gilda ákvæði reglugerðar um leynd og vernd fjarskipta.

10. kafli. Umferðarleiðir

199. gr. Almennt um umferðarleiðir

199.1 Ákvæði þessa kafla eiga að tryggja góðar og öruggar umferðarleiðir við hæðaskil og aðgang fyrir alla inn í og innan bygginga.
199.2 Umferðarleiðir skulu þannig gerðar að þær séu greiðfærar fyrir þá umferð og flutninga sem um þær fara. Í þeim byggingum sem almenningur hefur aðgang að, skulu umferðarleiðir þannig gerðar að hreyfihamlaðir í hjólastól, sjónskertir og aðrir sem eiga erfitt með að rata geti notað þær.
199.3 Í hæðaskilum skal hæðarmismun jafnað út á þægilegan hátt og traustir handlistar með góðu gripi hafðir meðfram stigum eða skábrautum. Notandi hjólastóls skal geta nýtt handlista beggja megin skábrautar.
199.4 Aðkoma að opinberum stofnunum og byggingum ætluðum almenningi, s.s. pósthúsum, verslunum, sjúkrahúsum, skólum, kirkjum, bókasöfnum, sundlaugum, leikhúsum, kvikmyndahúsum, hótelum, bönkum, apótekum o.s.frv., skal vera þannig að unnt sé fyrir fólk í hjólastól að komast þar inn og út hjálparlaust. Þar sem því verður við komið skal setja upphitun í umferðarstétt næst aðalinngangi hússins. Þess skal jafnan gætt að auðveld aðkoma sé fyrir sjúkrabíla að aðaldyrum.

200. gr. Gangar

200.1 Gangar, þar með taldir svalagangar, skulu vera a.m.k. 1,30 m breiðir. Í íbúðum skal minnsta breidd ganga vera 1,10 m ef frá eru taldar forstofur sem skulu vera a.m.k. 1,50 m breiðar.
200.2 Hæðarmun á göngum, allt að 0,35 m, skal jafna með skábraut. Hæðarmun yfir 0,35 m skal jafna með skábraut eða lyftubúnaði, sbr. gr. 203. Varðandi leiðbeiningar um hönnun á skábrautum sjá m.a. Rb-blöðin Rb(E2).001, Rb(E2).003, Rb(E2). 101 og Rb(E2).201.

201. gr. Lyftur

201.1 Í byggingum sem eru 2 hæðir eða meira og hýsa opinbera starfsemi, hótel, samkomuhús, veitingastaði og annað þjónustuhúsnæði, skrifstofur og verslanir skal vera lyfta sem sé a.m.k. 1,10 x 1,40 m að innanmáli, burðargeta 630 kg og breidd dyra a.m.k. 0,80 m.
201.2 Í fjölbýlishúsum, sem eru 4 hæðir eða meira, skal vera lyfta sem sé a.m.k. 1,10 x 2,10 m að innanmáli, burðargeta 1000 kg og breidd dyra a.m.k. 0,80 m.
201.3 Í fjölbýlishúsum, sem eru 8 hæðir eða meira, skulu vera a.m.k. 2 lyftur.
201.4 Byggingarnefnd getur gert frekari kröfur um lyftur ef aðstæður gefa tilefni til.
201.5 Lyftur skulu staðnæmast á inngangshæð þannig að ekki sé hæðarmunur milli lyftu og inngangs. Við það skal miða að lyfta staðnæmist á hverri hæð húss. Þó getur byggingarnefnd, þegar sérstaklega stendur á, samþykkt að lyfta nái ekki til efstu hæðar eða í kjallara. Lyftur skulu að jafnaði vera sem næst aðkomudyrum.
201.6 Við staðsetningu á lyftu skal miða við að rými við lyftudyr sé rúmt vegna sjúkraflutninga.
201.7 Lyftur í opinberum byggingum og byggingum ætluðum almenningi, skulu hannaðar þannig að a.m.k. ein þeirra henti hreyfihömluðu fólki í hjólastól.
201.8 Við hönnun á lyftum og lyftuhúsum skal gætt rýmisþarfa hreyfihamlaðra, sbr. Rb-blöð nr. (E2) 101 og 201 og að flytja megi sjúkling í sjúkrakörfu í lyftunni. Enn fremur skal gætt ákvæða í reglum Vinnueftirlits ríkisins um fólkslyftur og fólks- og vörulyftur sem og reglugerð um búnað, rekstur og eftirlit með lyftum og lyftubúnaði. Um stærðir á lyftum og lyftuhúsum sjá ISO 4190/2-1982 og 4190-1:1990.
201.9 Lyftuhús skal loftræsa.
201.13 Ef lyfta nær niður í kjallara þá skal gengið úr henni og í um brunastúku.
201.14 Lyftur má ekki nota í eldsvoða. Skal aðvörun um það komið fyrir við lyftudyr.

202. gr. Tröppur, stigar og stigahús

202.1 Liggi stigi að vegg, skal telja breidd hans frá fullfrágengnum vegg að handriði, en sé handriðið báðum megin, skal telja breidd milli handriða. Ganghæð stiga má hvergi vera minni en 2,20 m.
202.2 Halli trappa og stiga getur verið frá 10° til 90°. Skábrautir geta haft allt að 10° halla. Halli á tröppum fyrir almenna umferð innanhúss skal vera á bilinu 30° til 36°. Halli á tröppum fyrir almenna umferð utanhúss skal vera á bilinu 17° til 30° með þrephæð 0,12-0,16 m.
202.3 Gönguhlutfall tröppu er hlutfallið milli hæðar þreps (h) í tröppu og breiddar (b). Ganglína í tröppum er skilgreind 0,45 m frá handriði. Þar skal mæla gönguhlutfall.
202.4

Eftirfarandi gildir um tröppur:

 1. Fyrir halla frá 30° til 45° miðast gönguhlutfall við "skreflengd" þar sem 2h + b skal vera 0,60 - 0,64 m.
 2. Fyrir halla minni en 30° gildir að 4h + b skal vera 0,96 m.
 3. Fyrir halla frá 45° til 60° gildir að uppstig skuli vera 0,20 - 0,22 m.
 4. Fyrir halla frá 60° til 75° gildir að 4/3h + b skal vera 0,50 - 0,52 m.
 5. Fyrir halla meiri en 75°, klifurstiga, skal h vera 0,31 - 0,33 m. Breidd klifurstiga skal að jafnaði ekki vera meiri en 0,5 m og með handriði báðum megin.
202.5 Í sveigðum tröppum og hringstigum er ganglína skilgreind 0,45 m frá innra handriði. Þar skal framstig aldrei vera undir 0,15 m og ekki undir 0,24 m ef um flóttaleið fyrir fjölmenni er að ræða.
202.6 Í stiga sem liggur um fleiri hæðir en eina, skal sama framstig og uppstig vera á öllum hæðum.
202.7 Framstig þreps má aldrei vera minna en 0,24 m í ganglínu, sé stigi milli tveggja hæða, en 0,26 m, sé hann fyrir fleiri hæðir. Þar sem framstig er minna en 0,30 m skal vera innskot sem ekki telst til framstigs. Breidd innskots og framstigs skal samanlagt ekki vera minna en 0,30 m. Framstig í snúnum stiga má þó hvergi vera minna en 1/3 framstigs í ganglínu.
202.8 Framstig útitrappa skal eigi vera minna en 0,28 m og uppstig eigi meira en 0,16 m.
202.9 Útitröppur skulu að jafnaði gerðar úr steinsteypu, nema í sérbýlishúsum. Þær mega ekki vera hærri en 1,50 m, nema skotið sé inn palli. Lengd palls í tröppum skal vera minnst 0,90 m.
202.10 Einföld gangbreidd í tröppum telst vera 0,90 m. Á tröppum með einfaldri gangbreidd sem liggja að vegg má vera eitt handrið. Á tröppum sem fara yfir einfalda gangbreidd skulu ávallt vera handrið báðum megin. Heimilt er byggingarnefnd að krefjast aukahandriða í tröppum ef breidd fer yfir 3 gangbreiddir. Handrið skal vera minnst 0,80 m á hæð, mælt lóðrétt upp af þrepbrún, og minnst 0,90 m meðfram stigaopum.
202.11 Sé gluggi eða annað op minna en 0,80 m yfir palli eða stigaþrepi, skal setja þar upp handrið eða öryggisgler.
202.12 Sé ljósop stigapípu breiðara en 0,30 m eða stiginn snúinn, skal handrið vera a.m.k. 1,10 m hátt.
202.13 Þannig skal gengið frá handriðum að ekki stafi hætta af, og mega op ekki vera breiðari en 0,10 m. Séu handrið gerð með láréttum rimlum, sem gefa möguleika á klifri barna, skal klæða slík handrið klæðningu í a.m.k. 0,80 m hæð.
202.14 Handrið skal að jafnaði setja báðum megin á útidyratröppum, kjallaratröppum og öðrum tröppum í aðkomuleiðum að húsum. Slík handrið skulu að jafnaði ekki vera lægri en 0,90 m á hæð.
202.15 Á veggsvölum skal vera handrið, ekki lægra en 1,00 m, þó má handrið aldrei vera lægra en 1,20 m á 3. hæð húss og ofar. Sé aðalinngangur íbúðar um svalagang, skal handrið eigi lægra en 1,20 m.
202.16 Byggingarnefnd er heimilt að veita undanþágu frá ákvæðum um handrið, enda sé almennum öryggisákvæðum fullnægt.

203. gr. Skábrautir fyrir hjólastóla

203.1 Skábrautir fyrir umferð í hjólastól skulu að jafnaði ekki vera brattari en 1:20. Ef skábraut er lengri en 12 m skal vera í henni hvíldarpallur. Þar sem skábraut kemur að útidyrum skal vera láréttur pallur, a.m.k. 1,5 x 1,5 m.
203.2 Ef hæðarmunur er minni en 0,6 m má heimila skábraut allt að 1:15.
203.3 Þar sem séð er fyrir aðgengi hreyfihamlaðra með öðrum hætti geta skábrautir verið brattari. Þá fer leyfilegur halli eftir aðstæðum að mati byggingarnefndar en má þó ekki vera meiri en 1:6 eða 10°.

204. gr. Varnir gegn eldsvoða í stigum og stigahúsum

204.5 Í byggingu sem er meira en 8 hæðir, og þar sem stigar slökkviliðs ná ekki til eða það er að öðu leyti vanbúið til björgunar, skal vera öryggisstigahús (sbr. gr. 155).

205. gr. Flóttaleiðir

205.2 Flóttaleiðir skulu útfærðar sem auðrataðir gangar og stigar sem gera fólki örugglega fært að komast á öruggan stað úti undir beru lofti á jörðu niðri. Flóttaleiðir má ekki innrétta til annars en umferðar. Þó má innrétta ganga til notkunar sem ekki eykur brunaálag að marki né rýrir hæfni þeirra sem flóttaleiða.
205.3 Lyftur, rúllustigar og færibönd eru ekki flóttaleiðir.

207. gr. Gangur í flóttaleið

207.1 Gangur í flóttaleið skal vera sjálfstætt brunahólf EI-60. Klæðningar á loftum og veggjum skulu vera í flokki 1. Hurðir milli gangs og rýma sem hann þjónar skulu vera a.m.k. EI-S30, nema á snyrtiherbergjum. Leyfa má E-S30 hurðir þar sem það rýrir ekki brunaöryggi. Hurðir á geymslum séu EI-CS30. Hurð milli gangs og stigahúss sem er flóttaleið skal vera a.m.k. E-CS30.
207.2 Gangur í flóttaleið skal vera a.m.k. 1,30 m breiður. Breidd gangs í flóttaleið skal vera 0,01 m á hvern mann sem ganginum er ætlað að þjóna. Miða skal við þá tölu sem gefur meiri breidd.

208. gr. Dyr í flóttaleið

208.4 Dyr í flóttaleiðum skulu vera gerðar fyrir a.m.k. 0,90 m breiðar hurðir.

11. kafli. Ýmis ákvæði

209. gr. Framkvæmdir sem brjóta í bága við skipulag eða eru án leyfis

209.4 Reynist brunaöryggi ábótavant við lokaúttekt mannvirkis skal byggingarfulltrúi, og eftir atvikum heilbrigðisfulltrúi vegna almenns öryggis og hollustu, koma í veg fyrir að húsið verði tekið í notkun fyrr en úr hefur verið bætt.

 


Flýtileiðir : Forsíða << Efnisyfirlit Byrjun síðu
Vefslóð : Aðgengi fyrir alla > Handbókin > Lög og reglugerðir > Byggingarreglugerð